Ekki lengur heimilislaus

Búin að á íbúð á Akureyri VÍHA!
Vaknaði klukkan 6 í morgun, dröslaðist út á flugvöll klukkan 7 og flaug þaðan með henni Sæunni alla leið til Agureyris þar sem á móti mér tók minn unaðsfagri VW Rassat. Eftir að við höfðum verslað okkur pínu lítið skóladót renndum við upp í háskóla og gengum stoltar inn. Vorum reyndar reknar út aftur þar sem við vorum í rangri byggingu. Svo var setið á hörðum stól, sem lét rassinn svitna það vel að maður leit út fyrir að vera pissublautur, næstu klukkutímana og námsefni annarinnar kynnt. Um klukkan 17:00 var ég farin að draga ýsur og hætt að heyra hvað blessaður aðjúnktinn var að tala um. En sem betur fer var okkur hleypt heim stuttu síðar því ekki hefði það nú verið gæfulegt að sofna á fyrsta degi í háskólanum.
Bruna heim á Ísafjörð á Sunnudag og fer beint í að klára að pakka. Svo er brunað aftur á suðvesturhornið þann 31. ágúst og glímt við smá stærðfræði í 2 daga áður en ég bruna norður í Strandasýslu til að sækja börnin og þaðan heim til Akureyrar.
Púffff nú vantar mig star trek bímíng tækni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband