Þjálfun í gangi

Andrea fékk að elda kvöldmatinn í fyrsta sinn núna í kvöld, með minni leiðsögn. Henni gekk alveg ljómandi vel og systkini hennar hámuðu í sig matinn. Litli var sérlega lystugur og ég spurði hann því hvort að þetta væri gott. Hann er greinilega karlmenni mikið og er ekkert að hrósa kvenfólkinu of mikið því þá gæti það ofmetnast og því var svarið hátt og snjallt "NEI!" á meðan hann tróð upp í sig. Í framhaldi af því þá spurði ég hann hvort að þetta væri vont og fékk ennþá hærra og snjallara "JÁ!!!!". Sem betur fer er Andrea með harðan skráp og mun því halda áfram að þreyfa fyrir sér í eldamennskunni. Hinsvegar þarf ég að taka drenginn og kenna honum hvernig skal koma fram við konur af undirgefni og virðingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband