STRESSUÐ!!!!!!

Háskólinn á Akureyri var að hringja í mig fyrir stuttu. Indæla konan tjáði mér það að mig vantaði einungis 2 einingar til að fljúga inn, en þar sem mig vantaði samt þessar 2 einingar þá þarf umsóknin mín af fara fyrir nefnd. Nú ligg ég hér á bæn og þessi helgi á eftir að verða skelfilega löng. Er búin að naga neglurnar upp að handakrikum og er komin með blettaskalla. Ég finn alveg lyktina af þessu námi og því væri það skelfilegt ef ég kæmist nú ekki inn.
Svo keypti ég mér minn fyrsta bíl í dag. VW passat árgerð 1998, keyrður 113þús km og fallega dimmrauður að lit er orðinn bíllinn minn. Fæ hann þó ekki strax þar sem hann er á Akureyri en ég hér.

Gvöð ég er að farast úr stressi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband