Dagur að kveldi kominn

Hjólaði heim úr vinnunni dösuð með suð fyrir eyrum vegna fuglagargs. Í síðustu brekkunni hrundi keðjan af og neyddist ég því til að leiða hjólið síðustu metrana og allir hafa örugglega haldið að ég væri svona mikill aumingi að ég gæti ekki hjólað upp brekku. Renndi í hlað heima hjá mér ennþá með fuglagarg í eyrum og opnaði útidyrnar. Í andyrinu var pakki til mín, jiii hvað það er gaman að fá pakka. Reyndar var hann ekki merktur frá neinum svo ég veit í rauninni ekkert hver sendi mér hann. Kannski á ég leynilegan áðdáanda þarna úti? Fuglagargið er nú samt ennþá í eyrunum á mér og ef ég er heppin þá verður það farið áður en ég mæti aftur til vinnu í dýrabúð Ísafjarðar í fyrrmálið.
En jiiiii hvað það var svakalega gaman að fá pakka!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband