10.9.2006 | 10:29
Sunnudagurinn 10. september árið 2006
Mikið ferlega finnst mér skrítið að vera orðin íbúi á Akureyri. Fyrir 18 árum síðan flutt ég tæplega 16 ára gömul úr foreldrahúsum í Strandasýslunni og í verbúð í Hnífsdal. Af þeim 18 árum bjó ég 3 á suðvesturhorninu og líkaði ekkert voðalega vel. Akureyri fer vel í mig og börnin mín virðast blómstra hérna en sem komið er. Og svo er ekki verra að Palli bróðir býr nánast hér við hliðina á mér.
Er að komast almennilega af stað í náminu og komin í hóp í aðferðarfræðinni. Verðum fjórir meðlimir í þeim hóp, nema ég verð sú eina sem er ekki með lim. Hef aldrei séð hópfélaga mína en mun væntanlega berja þá augum í næstu viku.
En jæja best að bregða sér í bikiní og blanda sér pina colada og lesa svo skólabækurnar á sólbekk út á svölum. Alltaf rjómablíða á Akureyri.
Er að komast almennilega af stað í náminu og komin í hóp í aðferðarfræðinni. Verðum fjórir meðlimir í þeim hóp, nema ég verð sú eina sem er ekki með lim. Hef aldrei séð hópfélaga mína en mun væntanlega berja þá augum í næstu viku.
En jæja best að bregða sér í bikiní og blanda sér pina colada og lesa svo skólabækurnar á sólbekk út á svölum. Alltaf rjómablíða á Akureyri.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning