Brrrrrr og meira brrrrrr

Efnið sem á eftir kemur er ekki ætlað Sæunnum.
Sit við eldhúsborðið mitt og er fremur ókræsileg til fara. Hárið er ógreitt en hefur verið bundið upp með stórri neongrænni teygju. Þar fyrir neðan tekur við kríuskítshvítt andlit mitt. Efri hluti búksins er klæddur í ljósbláa, gamla slitna prjónapeysu með gati og drapplitaðri flíspeysu utan yfir hana (er kalt). Þar fyrir neðan eru svartar joggingbuxur með hvítri rönd sem flagga í hálfa stöng og poka á rassinum. Sokkarnir voru einu sinni hvítir tennissokkar en eru meira svona drapplitaðir núna eftir áralanga notkun. Þeir eru með svartri og grænni rönd á ökkla og svo er gat á hælnum á öðrum þeirra. Til að toppa múderinguna er ég í eldrauðum strigaskóm af Andreu því mér kalt á tánum og gólfið er ekkert sérlega hlýtt eins og er.
Fyrir framan mig er tölvan, stílabækur, glósur, glósupennar, marglitu fallegu post it miðarnir mínir, casio reiknivélin, strokleður og blýpenni.
Guðmundur Kristján Óskarsson er í tölvunni minni og er að fræða nemendur sína (það er ég) um föll af fleiri breytum.
Í dag er vika í próf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband