19.6.2006 | 16:20
19. júní, kvenréttindi og Bjarki
Hann Bjarki minn elskulegi, betri helmingu systur minnar sem rændi henni frá okkur til Svíþjóðar á afmæli í dag. Til hamingju Bjarki litli.
Afmælisbarnið í góðum gír.
Í dag er líka kvenréttindadagurinn og vil ég óska kynsystrum mínum sem og Þórði og Steina, innilega til hamingju með hann.
Lífið er ósköp rólegt þessa dagana. 3 yngstu börnin eru í sveitinni hjá mömmu og pabba og hafa varla tíma til að stoppa og tala við mömmu sína í símann, svo mikið er um að vera. Ég og frumburðurinn erum því einar heima mest allan tímann. Frumburðurinn mun svo fara út fyrir landssteinanna í júlí með pabba sínum. Stefnan er tekin á 2 vikur í London, 2 vikur í Kanada og svo 2 vikur á Jamaica.
Til hamingju aftur með afmæli Bjarki minn
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning