30.8.2006 | 13:43
Sæt og fín og þungbrýnd.
Fór í klippingu í dag og lét sarga af hárinu sem fór alltaf fyrir andlitið mitt. Þvílíkur munur að sjá út. Um leið lét ég vaxa á mér augabrúnirnar og lita. Svo að nú sit ég hér með ofsalega fínt hár en ansi grimm til brúnanna. Raunar svo grimm að fólk hleypur í felur þegar það sér mig. Held að liturinn hafi verið aaaaaaaaaðeins of lengi í.
Er alveg að verða búin að pakka draslinu sem fylgir 4 ormum og mér og mikið er það nú ágætt. Í fyrramálið verður svo keyrt alla leið suður í Hafnarfjörð með viðkomu í Strandasýslunni þar sem ormum verður hent út í smalamennskur, og svo ætla ég líka að stoppa í Bifröst og sníkja kaffi af henni Sylvíu lögfræðinema.
Eftir helgi er ég svo hætt þessu flandri og þarf bara að bíða eftir því að búslóðin skili sér um miðja næstu viku.
Pé. Ess. Hver gaf leyfi fyrir því að láta snjóa í fjöll? Það er ennþá ágúst for kræíng át lád!
Er alveg að verða búin að pakka draslinu sem fylgir 4 ormum og mér og mikið er það nú ágætt. Í fyrramálið verður svo keyrt alla leið suður í Hafnarfjörð með viðkomu í Strandasýslunni þar sem ormum verður hent út í smalamennskur, og svo ætla ég líka að stoppa í Bifröst og sníkja kaffi af henni Sylvíu lögfræðinema.
Eftir helgi er ég svo hætt þessu flandri og þarf bara að bíða eftir því að búslóðin skili sér um miðja næstu viku.
Pé. Ess. Hver gaf leyfi fyrir því að láta snjóa í fjöll? Það er ennþá ágúst for kræíng át lád!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning