Útilegukonur

Fröken Sylvía er í Ísafjarðarbæ og því var það tilefni til að fara í útilega um ca 1 km frá heimili mínum. Við slógum upp tjaldborg og grilluðum í flíspeysunum okkar. Opnuðum svo eina skítkalda hvítvín og sötruðum Gerður kíkti á okkur og þá þótti okkur tilvalið að láta taka hópmynd af þessum fríða flokki (mér, Gerði og Sylvíu)á fínu flíspeysunum okkar. Lögðumst við svo til hvílu einhverntímann eftir miðnætti og undirrituð verður að viðurkenna að vistin var nú ekki alveg eins og best var á kosið. Kuldi og vosbúð fram eftir nóttu (þó bjargaði flíspeysan einhverju) og svo tók gólandi Jóhann við upp úr klukkan 6 um morguninn. Engu að síður bara nokkuð gaman og hver segir svo að maður þurfi að keyra þvert yfir landið til að skella sér í útilegu. Eitt er þó ljóst að flíspeysan er hið mesta þarfaþing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband