27.10.2006 | 22:06
Föstudagskvöld
Og ég sit upp í sófa og neyðist til að horfa á einhverja píkuskrækjatáningamynd með táningnum.
Er sárlega farin að þrá félagskap fullorðinna. Þá gæti maður verið að horfa á eitthvað aðeins meira fullorðins, sötra góð vín og spjalla um eitthvað annað en hver sé mesti lúðinn í 9. bekk o.s.frv.Gæti svo sem alltaf reynt að sturta gó'um vínum í táninginn en er ansi hrædd um að það yrði ekki vel séð. Svo að í staðinn treð ég hana út af ís og þykist vera mjög áhugasöm um lúðastatusinn í skólanum.
Á morgun fæ ég svo fullorðið fólk í heimsókn. Því minn ástkæri litlibróðir Páll og hans ektakvinna Íris ásamt erfingja sínum Kristófer, ætla að kíkja í mat.
Dapurt blogg í þetta sinn því ég er í frekar ófjörug eins og er.
Ykkar verk er því að hressa mig við með einhverjum skemmtilegheitum.
Er sárlega farin að þrá félagskap fullorðinna. Þá gæti maður verið að horfa á eitthvað aðeins meira fullorðins, sötra góð vín og spjalla um eitthvað annað en hver sé mesti lúðinn í 9. bekk o.s.frv.Gæti svo sem alltaf reynt að sturta gó'um vínum í táninginn en er ansi hrædd um að það yrði ekki vel séð. Svo að í staðinn treð ég hana út af ís og þykist vera mjög áhugasöm um lúðastatusinn í skólanum.
Á morgun fæ ég svo fullorðið fólk í heimsókn. Því minn ástkæri litlibróðir Páll og hans ektakvinna Íris ásamt erfingja sínum Kristófer, ætla að kíkja í mat.
Dapurt blogg í þetta sinn því ég er í frekar ófjörug eins og er.
Ykkar verk er því að hressa mig við með einhverjum skemmtilegheitum.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning