10.1.2007 | 12:51
Ég vann
Fékk senda heim bók frá forlaginu Jentas fyrir nokkrum dögum. Með bókinni var greiðsluseðill og svo bréf til mín. Á bréfinu stóð að Jentas væri að bjóða mér áskrift af ísfólksbókunum. Ef ég hinsvega vildi ekki gerast áskrifandi ætti ég að hafa samband við þau og afþakka áskriftina og jafnframt endursenda bókina eða greiða greiðsluseðilinn. Þar sem að ég bað aldrei um að fá þessa bók fannst mér það ekki vera í mínum verkahring að endursenda þeim bókina, hvað þá að borga fyrir eitthvað sem ég bað ekki um. Sagðist ég ekki vilja gerast áskrifandi en hinsvegar myndi ég geyma bókina þar til að þau myndu sækja hana. Ekki gátu þeir sótt hana en báðu mig endilega að skella henni í póst þegar ég ætti leið þar um. Ennþá ítrekaði ég að mér fyndist ég ekki eiga að þurfa að gera mér ómak niður á pósthús til að endursenda eitthvað sem ég bað ekki um. Eftir nokkrar tölvupóst samningaviðræðusendingar okkar á milli var mér svo gefin bókin. Kannski tuð yfir engu en mikið finnst mér bjánalegt að vera að reyna að selja áskrift á þennan máta og ef eitthvað er þá fælir það mig frá viðskiptum frekar en að laða mig að.
Fékk ævisögu Jóns Gnarrs í jólagjöf og er að lesa mig í gegnum hana. Fín bók sem er bæði fyndin en jafnframt pínulítið sorgleg. Heppna ég að vera ekki mamma hans.
Fékk ævisögu Jóns Gnarrs í jólagjöf og er að lesa mig í gegnum hana. Fín bók sem er bæði fyndin en jafnframt pínulítið sorgleg. Heppna ég að vera ekki mamma hans.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning