28. júní 2006 ennþá

Gerðist gildur limur í amnesty international í dag. Borga fyrir það 800 krónur á mánuði og styrki um leið gott málefni.
Afrekaði líka að slá garðinn í dag. Mikið afskaplega var gott að gera eitthvað sem tók á. Búin að vera sófaklessa í tæpar 3 vikur og held svei mér þá að ég hafi ekki haft gott af því. Fífla og njólaræktin mín gaf góða uppskeru og er ég einstaklega stolt af henni. Hugsa að um 1/4 af garðinum mínum sé undirlagur af þessum ófögnuði. Þarf að taka vistvæna illgresiseyðingu á þetta eins fljót og mögulegt er.
Annars ósköp tíðindarlítill dagur. Tel niður dagana þar til ég hitti ungana mína og hlakka mikið til föstudagskvöldsins. Ætla að grilla í tilefni þess hún Sylvía Selfoss mær ættuð frá Þingeyri ætlar að heiðra oss með nærveru sinni. Ég, Gerður og Sylvía + matur og drykkur = frábært kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband