17.6.2006 | 10:02
Lýsi til sölu kostar eina tölu
Og þá á ég við lýsið sem lekur úr hárinu á mér. Það hefur ekki verið þvegið síðan á þriðjudegi og er orðið ansi mettað. Næ að þvo restina af kroppnum með þvottapokka en það er ekki séns í helvíti að ég geti þvegið hnausþykka hrosshárið mitt með svoleiðis aðferðum. Get ekki beygt mig yfir baðkarsbrúnina due to saumar.is og má hvorki fara í sturtu né bað. Verð að vísu liðugri með hverjum deginum svo að ég sé fram á hárþvott á næstu dögum. Spurning um að tappa hárlýsinu á flöskur og selja sem heilsudrykk eða jafnvel afrodisiac. Gæti stórgrætt á því.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning