5.10.2006 | 12:57
3 jöfnur með mjög óþekkum stærðum
Sit hér við eldhúsborðið mitt og klóra mér í hausnum yfir stærðfræði. Búin að komast að því að mengi eru eitthvað sem ég þarf að skoða betur og eins eru margliður ekki að ná að smjúga inn í skelina mína.
Byrjað að kólna svo að um munar og fyrsti éljagangur þessa hausts framundan. Palli bróðir er hoppandi ánægður með það enda á leið í einhverja jeppafjallaferð yfir helgina. Ég verð bílveik við tilhugsunina. Enda ósjaldan sem maður lenti í ófærð og leiðindum hér í den. Óþéttur Landroverinn sem og diesel stybbann þegar honum var juggað í gegnum skaflana er mér ennþá í fersku minni. Og svo komumst við nú einu sinni í fréttirnar þegar við sátum föst upp á Bjarnafjarðarhálsi yfir nótt í kolklikkbrjálveðri. Það var köld nótt!
Brrrrrrrr hugurinn leitar á suðrænar slóðir eftir þetta blogg.
En áfram með smjerið, margliður fatta sig ekki sjálfar.
Byrjað að kólna svo að um munar og fyrsti éljagangur þessa hausts framundan. Palli bróðir er hoppandi ánægður með það enda á leið í einhverja jeppafjallaferð yfir helgina. Ég verð bílveik við tilhugsunina. Enda ósjaldan sem maður lenti í ófærð og leiðindum hér í den. Óþéttur Landroverinn sem og diesel stybbann þegar honum var juggað í gegnum skaflana er mér ennþá í fersku minni. Og svo komumst við nú einu sinni í fréttirnar þegar við sátum föst upp á Bjarnafjarðarhálsi yfir nótt í kolklikkbrjálveðri. Það var köld nótt!
Brrrrrrrr hugurinn leitar á suðrænar slóðir eftir þetta blogg.
En áfram með smjerið, margliður fatta sig ekki sjálfar.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning