19.3.2006 | 18:50
Tippi!
Já ég sagði tippi! Og afhverju sagði ég tippi? Nú það er saga á bak við það sem ég ætla að deila með ykkur.
Skellti mér í bað áðan með örverpinum. Höfðum það voðalega notalegt með háum fjöllum af froðu og tilheyrnadi skvampi og buslugangi. Þegar leið á baðtímann minnkaði froðan eins og vill gerast. Litli maðurinn var upptekinn af því að fylla tóman sjampóbrúsa af vatni og sprauta úr honum, og þá helst út á gólf. Allt í einu rekur hann augun í geirvörturnar mínar og gólar "TIPPI". Ég fræði nú barnið um það að þetta heiti brjóst en neibb hann var harður á því að þetta væri tippi og ekkert annað. Eftir því sem ég sagði oftar "nei mamma ekki með tippi, mamma með brjóóóst" þá móðgaðist strákurinn meira og meira og var farinn að hækka róminn með móðgunartón í röddinni. En það hafðist að lokum að sannfæra drenginn um það, að bara hann og pabbi væri með tippi en ekki mamma. En nú vill hann endilega meina að hann sé með brjóst þar sem litli spottinn hans er.
Og þar hafið þið það.
Skellti mér í bað áðan með örverpinum. Höfðum það voðalega notalegt með háum fjöllum af froðu og tilheyrnadi skvampi og buslugangi. Þegar leið á baðtímann minnkaði froðan eins og vill gerast. Litli maðurinn var upptekinn af því að fylla tóman sjampóbrúsa af vatni og sprauta úr honum, og þá helst út á gólf. Allt í einu rekur hann augun í geirvörturnar mínar og gólar "TIPPI". Ég fræði nú barnið um það að þetta heiti brjóst en neibb hann var harður á því að þetta væri tippi og ekkert annað. Eftir því sem ég sagði oftar "nei mamma ekki með tippi, mamma með brjóóóst" þá móðgaðist strákurinn meira og meira og var farinn að hækka róminn með móðgunartón í röddinni. En það hafðist að lokum að sannfæra drenginn um það, að bara hann og pabbi væri með tippi en ekki mamma. En nú vill hann endilega meina að hann sé með brjóst þar sem litli spottinn hans er.
Og þar hafið þið það.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning