31.3.2006 | 12:56
Föstudagurinn 31. mars 2006
Skellti mér á árshátíð í grunnskóla Ísafjarðar í gærmorgun. Fylltist stolti og fékk kökk í hálsinn og tár í augun þegar afkvæmi mín sýndu snilldar takta á leiksviðinu. Þær voru auðvitað laaangflottastar en ekki hvað? Fékk reyndar ekki að sjá sýningu unglingsins þar sem hún harðbannaði mér að mæta á svæðið. Stjúpfaðir hennar var með þá hugmynd að við myndum samt mæta og á meðan hún væri að sýna sitt atriði þá myndum við bæði standa upp, blístra og hrópa yfir fjöldann "Andrea þú ert langbest af öllum, við erum svo stolt". Unglingurinn blánaði upp í andliti af skelfingu við tilhugsunina eina saman. En boj hvað það hefði nú verið gaman að sjá svipinn á henni ef við hefðum framkvæmt verknaðinn.
Nú líður senn að því að ég og mín fjölskylda yfirgefum kjálkann og höldum suður á bóginn þar sem við munum stíga um borð í Gubbólf á leið okkar til Westman islands. Já ég er sem sagt á leiðinni út í lönd. Alltaf jafn gaman að húka í Gubbólfi í 3 tíma með sjóveika grísi og sjóveika mig. Í þetta sinn ætla ég að leika á kerfið og dópa afkvæmi og sjálfa mig fyrir þessa ferð. Sjóveikistöflur eru blessun.
Góða helgi
Nú líður senn að því að ég og mín fjölskylda yfirgefum kjálkann og höldum suður á bóginn þar sem við munum stíga um borð í Gubbólf á leið okkar til Westman islands. Já ég er sem sagt á leiðinni út í lönd. Alltaf jafn gaman að húka í Gubbólfi í 3 tíma með sjóveika grísi og sjóveika mig. Í þetta sinn ætla ég að leika á kerfið og dópa afkvæmi og sjálfa mig fyrir þessa ferð. Sjóveikistöflur eru blessun.
Góða helgi
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning