Fermingardagurinn hennar Andreu

Rann upp bjartur og fagur.
Þegar ég ætlaði að fara að raða upp veitingnum í salnum, þá var veislan sem hafði verð þar fyrr um daginn ennþá í gangi og veisluhaldarar neituðu að yfirgefa svæðið þó að þeirra tími væri búinn.
Á meðan ég var að rífast og skammast yfir salnum og reyna að koma veitingunum fyrir hékk sonurinn í fótunum á mér og gerði ekkert annað en að flækjast fyrir.
Ég var farin að verða ansi örg og var sérlega fúl út í Júlla sem hvergi var sjáanlegur og átti að sjá til þess að Jóhann væri ekki að flækjast fyrir mér.
Fer að leita að Júlla og finn hann blindfullann með gestunum úr veislunni sem átti að vera búin. Ég sprengdi nokkrar æðar í höfðinu og öskraði úr mér lungum á mannfýluna og dömpaði honum á staðnum.
Orðin hálftíma of sein fer ég og sæki Andreu þar sem hún er stödd á hárgreiðslustofu. Þegar ég loksins næ þangað þá er hún rétt tilbúin og við förum út í bíl. Þar hrynur öll greiðslan niður og við þurfum að fara inn á stofuna aftur til að laga hárið. Athöfnin löngu byrjuð og ég búin að læta græða bréfpoka á smettið á mér til að anda í.
Þarna vaknaði ég í svitakófi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband