26.3.2006 | 20:20
Súkkulaði
Það kemur sú stund í lífi hverrar konu að hún verður að gera upp við sig hvort að það sé betra að borða súkkulaði eða fara í dekur á snyrtistofu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að súkkulaðið verður oftast ofan á. Ég er ekki frá því að súkkulaðið hafi verið fundið upp af karlmanni í þeim tilgangi að reyna að ná stjórn á hinu göfuga kvenkyni.
Ef það er eitthvað sem virkilega gleður konu þá er það einmitt súkkulaðið. Hver kannast ekki við þá sælu sem fylgir því að setja langþráðan molann upp í sig? Tala nú ekki um ef viðkomandi kona hafi verið búin að ákveða að útiloka súkkulaðið úr lífi sínu. Sú kona er einnig þessi pirraða sem þú sérð víðsvegar í þjóðfélaginu.
Ekki móðgast þó að þú lendir í nöldursamri og geðstirðri konu. Gefðu henni frekar súkkulaði og vittu til, hún mun bráðna eins og smjérlíki í gluggakistu.
Ég er ekki frá því að þessi kona þjáist af alvarlegum súkkulaðiskorti.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning