9.5.2006 | 15:35
Endaþarmur
Líka þekkt sem rassgat. Hvernig í ósköpunum varð þetta orð að gæluorði yfir eitthvað sætt? Mér finnst fátt ljótara en hringvöðinn sem við skörtum nú flest. Tala nú ekki um ef hringvöðvinn er orðin fullorðin. Svo ef maður ætlar virkilega að undirstrika hversu sætt manni þykir eitthvað þá segir maður "jiii rúsínurassgatið" Why? Undir venjulegum kringumstæðum er rúsínurassgat virkilega viðbjóðslegt. Mikið afskaplega væri nú gaman að finna þann sem sagði þessi orð fyrstur allra og smitaði út frá sér, og spyrja hann hvað í ósköpunum hann hafi verið að hugsa.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning