23.5.2006 | 20:31
Myndataka
Fermingarmyndatakan búin. Mikið er það nú gott, ekkert stress með myndatökur á fermingardaginn sjálfan. Frumburðurinn fékk fjölskyldumynd með sér, mér og pabba sínum og er voða lukkuleg með það.
Ohh ég hata að standa fyrir framan myndavél og var með hálffrosið grettubros á þeim flestum. Uggh hata að brosa líka, það bara fer mér ekki að brosa. Fýluvör er flottust hvort sem er.
Eníhú þá er allt komið í flug gír enda ferming eftir 12 daga. Var t.d. að föndra marsipanrósir í gærkvöldi og ég get sagt ykkur lesendur góðir að þið hefðuð ekki viljað vera nálægt mér þá. Þegar hlutirnar ganga ekki upp eins og til var ætlast þá fýkur smá í mig og ég verð oggu ponsu pirruð. Tókst samt að tjasla saman 5 rósum í um 13 tilraunum.
Kveðjur úr sumarblíðunni
Ohh ég hata að standa fyrir framan myndavél og var með hálffrosið grettubros á þeim flestum. Uggh hata að brosa líka, það bara fer mér ekki að brosa. Fýluvör er flottust hvort sem er.
Eníhú þá er allt komið í flug gír enda ferming eftir 12 daga. Var t.d. að föndra marsipanrósir í gærkvöldi og ég get sagt ykkur lesendur góðir að þið hefðuð ekki viljað vera nálægt mér þá. Þegar hlutirnar ganga ekki upp eins og til var ætlast þá fýkur smá í mig og ég verð oggu ponsu pirruð. Tókst samt að tjasla saman 5 rósum í um 13 tilraunum.
Kveðjur úr sumarblíðunni
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning