Vorið er komið, Part II

Já sól skín og vindar blása "hlýjum" vindum. Nú er ég alveg handviss um að sumarið 2006 verður hlýjasta og besta sumar í manna minnum, annars má ég hundur heita.
Ætla að skella mér í kosningakaffi á morgun eftir að ég hef þrammað inn í kjörklefann og gæða mér svo á hnallþórum hjá framboðslistunum. Maður hefur ekki undan því þessa dagana að moka í ruslatunnuna áróðursbæklingum, eyða sms skilaboðum, og afþakka stefnurskrár fróðleik við útidyrahurðina. En sem komið er hefur engin hringt í mig en ég bíð spennt eftir því að segja "já nei ég kýs ykkur ekki" ef svo verður. Sem betur fer þá fær maður þó eitthvað gott að borða á kjördag, því annars myndi maður aldrei sætta sig við þetta áreyti.
Mér leiðast kosningar.
Ég

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband