Fermingarundirbúningur kominn í gang

Jább þá er runnið upp árið sem elsta afkvæmið mun fermast. Reyndar ekki fyrr en í júní, en maður er aldrei of snemma í því að byrja að undirbúa herlegheitin. Mér finnst samt með eindæmum asnalegt að ég eigi 14 ára gamalt krakkarassgat því að ég var bara sjálf 14 ára í gær.
Tilvonandi fermingarbarn hefur miklar áhyggjur af því að ég muni ekki standa mig í stykkinu og hún fái bara einhverja prumpveislu með vondum veitingum. Hún hamrar líka sífellt á því að ALLIR séu búnir að kaupa fermingarfötin sín og setur upp fýlusvip þegar ég bendi henni á að hún fermist ekki fyrr en 4. júní svo að það liggur ekkert svo á að rjúka út í búð að versla.
Æj já það er erfitt að vera 14 ára og vita allt betur en allir aðrir en samt er ekkert farið eftir ráðum manns.

Túrílú mamman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband