16.3.2006 | 23:53
Fermingarundirbúningur kominn í gang
Jább þá er runnið upp árið sem elsta afkvæmið mun fermast. Reyndar ekki fyrr en í júní, en maður er aldrei of snemma í því að byrja að undirbúa herlegheitin. Mér finnst samt með eindæmum asnalegt að ég eigi 14 ára gamalt krakkarassgat því að ég var bara sjálf 14 ára í gær.
Tilvonandi fermingarbarn hefur miklar áhyggjur af því að ég muni ekki standa mig í stykkinu og hún fái bara einhverja prumpveislu með vondum veitingum. Hún hamrar líka sífellt á því að ALLIR séu búnir að kaupa fermingarfötin sín og setur upp fýlusvip þegar ég bendi henni á að hún fermist ekki fyrr en 4. júní svo að það liggur ekkert svo á að rjúka út í búð að versla.
Æj já það er erfitt að vera 14 ára og vita allt betur en allir aðrir en samt er ekkert farið eftir ráðum manns.
Túrílú mamman
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning