Systrakærleikur

Íris stendur fyrir utan herbergið hennar Karenar og syngur stutta laglínu aftur og aftur og aftur.
Karen er að drepast úr pirringi og vill meina að systir hennar sé að þessu aðeins til að pirra hana.
Ég segi Karen þegar hún kemur með formlega kvörtun, að Íris megi svo sem alveg syngja og þar sem hún er ekki inn í herberginu hennar og þar að auki sé hurðinn lokuð.
Karen er komin með grátstaf í kverkarnar af pirri og öskrar á systur sína um að hætta og það strax, þetta sé með öllu óþolandi.
Íris syngur ofurlágt með hunangsrödd sömu laglínuna, aftur og aftur og aftur.
Karen virkilega á góðri leið með að tapa glórunni öskrar á mig og segist ekki geta þolað þetta, Íris sé sko bara að þessu til að pirra.
Íris syngur áfram og ég get liggur við heyrt glottið þó ég sjái hana ekki.
Karen öskrar "hættu *grenj* þú ert að reyna að pirra mig *gól* ég þoli þetta ekki."
Íris svarar "nei þú ert bara að reyna að hlusta" og heldur áfram að syngja undurblítt.
Karen öskrar í örvæntingu sinni "hættu þessum hávaða ég fæ hausverk!!"
Og Íris svarar með hunangsröddinni sinni sem er óeðlilega blíð og undurförul "Þú hefur nú hærra en ég núna"
Ohhhhhhh þessi litlu systkini eru svo æðisleg. Í svona ca 5 mínútur eftir að þau eru nýfædd og svo byrjar baráttan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband