Að taka bakföll

Sonur minn tók bakfall í dag sem Ómar Ragnarsson hefði ekki getað leikið eftir. Hann sem sagt datt aftur fyrir sig niður um 2 metra og beint niður í kjallarann heima hjá vinafólki okkar í dag. Eyddi ég því deginum á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þar sem stubbur var undir eftirliti.
Núna um klukkan 20:00 í kvöld fengum við mæðgin að fara heim. Strákormurinn er vel dældaður á enninum og skartar þessum fínu marblettum til að undirstrika hversu flott bakfall hann tók. Mikið ótrúlega er seigt í þessum barnahausum. Fyrir utan dældir, marbletti og smá höfuðverk þá virðist ekkert ama að drengum. Hann er meira að segja hressari en vanalega ef eitthvað er.
En mikið hrökk maður nú við fjúfff.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband