21.4.2006 | 20:01
Lúlla Letirass
Er nýja nafnið mitt.
Hvernig stendur á því að ég nenni ekki að lyfta litlafingri þessa dagana? Ég er svo löt að ég nenni ekki einu sinni að skammast mín fyrir letina. Og ef það er ekki hámark letinnar þá veit ég ekki hvað er það.
Einu sinni heyrði ég að hámark letinnar væri (ef maður væri karlkyns) að leggjast ofan á konu og bíða eftir jarðskjálfta. En þar sem ég er kvenkyns þá hugsa ég að það sem ég nefndi fyrr sé háletimark kvenkynsins.
Núna eftir helgi mun þó letin verða barin í burtu. Hún ég er nefnilega að fara að byrja á 6 vikna ofurpúl ná(m)skeiði með svipaða uppbyggingu og bootcamp ná(m)skeiðin. Þjálfi var eitthvað að tala um að hlaupa upp fjallshlíðar og meira skemmtilegt. Veit ekki alveg hvort ég á að hlakka til eða kvíða.
Nenni ekki að blogga meira og er að spá í að fara á www.mega.is og taka einn kapal, ef ég nenni.
Gavöðbjörg
Hvernig stendur á því að ég nenni ekki að lyfta litlafingri þessa dagana? Ég er svo löt að ég nenni ekki einu sinni að skammast mín fyrir letina. Og ef það er ekki hámark letinnar þá veit ég ekki hvað er það.
Einu sinni heyrði ég að hámark letinnar væri (ef maður væri karlkyns) að leggjast ofan á konu og bíða eftir jarðskjálfta. En þar sem ég er kvenkyns þá hugsa ég að það sem ég nefndi fyrr sé háletimark kvenkynsins.
Núna eftir helgi mun þó letin verða barin í burtu. Hún ég er nefnilega að fara að byrja á 6 vikna ofurpúl ná(m)skeiði með svipaða uppbyggingu og bootcamp ná(m)skeiðin. Þjálfi var eitthvað að tala um að hlaupa upp fjallshlíðar og meira skemmtilegt. Veit ekki alveg hvort ég á að hlakka til eða kvíða.
Nenni ekki að blogga meira og er að spá í að fara á www.mega.is og taka einn kapal, ef ég nenni.
Gavöðbjörg
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning