12.5.2006 | 11:08
Karlmennska
Sonur minn er karlkyns, það er alltaf að koma betur og betur í ljós. Það má ekki sjást til stórvirkra vinnuvéla án þess að hann öskri upp yfir sig af hamingju "VÁ GRAFA!!". Hann situr svo og kubbar með legókubbunum sínum og skýtur mig svo af mikilli hamingju með byssunni sem hann var að smíða sér. Skonda við þetta allt saman að hér hefur engin verið að leika með byssur svo að líklega hefur hann séð til byssuglaðra pottorma í leikskólanum og heillast. Já hann lærir ýmislegt á leikskólanum blessað barnið. Um daginn hljóp hann til mín með bros á vör og sagði hátt og snjallt "SKÍTAFÝLA" og hló svo eins og skúnkur. Hver segir svo að fyrsta menntunarstigið sé ekki mikilvægt? Öll börn í leikskóla og ekki seinna en við fæðingu!
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning