10.3.2006 | 21:21
Bið eftir bólu
Örverpið er ekki ennþá farið að spretta út í hlaupabólum eins og systir sín. Ég verð mjög hissa ef hann veikist ekki því hann bókstaflega lá á systur sinni og sleikti hana þegar hún var sem veikust. Honum fannst Íris óhemju girnileg og notaði hvert tækifæri sem gafst að kroppa í bólu og setja smá hrúður upp í sig. Auðvitað fannst Írisi það ekkert notalegt og öskraði eins og stunginn grís í hvert sinn sem strákrassgatið fékk sér smakk. Hallast samt að því að öskrin hafi verið það sem hann var að sækjast eftir, krakkinn er illa haldinn af hrekkjusvínaveiki sem mun eflaust vara ævilangt.
Adiós
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning