14.4.2006 | 16:33
Jólin koma
Allavega ef ég á að miða við ofankomuna hér á hjara veraldar. Hundslappadrífa svífur tignarlega niður úr skýjunum og svei mér þá ef ég fer bara ekki að baka sörur og piparkökur á meðan ég hlusta á verkstæði jólasveinanna. Ég hélt að það væri að fara að vora en naubb það virðist ekki vera svo.
Skiptir svo sem engu því eftir tvo daga mun ég ráðast á páskaeggið sem hann Julio gaf mér og borða það upp til agna alveg alein. Svo mun ég gjóa augunum að hans eggi og sníkja bita. Undarlegt hvað ég er alltaf miklu fljótari með páskaeggið en hann.
Later dudes
Skiptir svo sem engu því eftir tvo daga mun ég ráðast á páskaeggið sem hann Julio gaf mér og borða það upp til agna alveg alein. Svo mun ég gjóa augunum að hans eggi og sníkja bita. Undarlegt hvað ég er alltaf miklu fljótari með páskaeggið en hann.
Later dudes
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning