Til lukku með daginn litli bróðir

Elskulegur bróðir minn hann Palli er þrítugur í dag. Á morgun eru
akkúrat 30 ár frá því að ég trítlaði upp á sjúkrahús með pabba og fékk
að skoða þetta litla rauða ofan í vöggunni. Þegar árin færðust yfir
varð þetta litla rauða með öllu óþolandi og voru þær ófáar barátturnar
sem við háðum.

Mér er í fersku minni nokkrar lúkufyllir af höfuðhári sem ég náði að
rífa af honum og eins er mér í fersku minni samstaðan sem ríkti á meðal
okkar þegar við tókum okkur til og vorum að stríða litlu systkinunum
þegar við áttum að vera að passa.
Endalaust gátum við sullað einhverjum viðbjóði saman og logið að þeim
að þetta væri nammi, og alltaf opnuðu þau munninn og gleyptu við.
Ójá æskuminningarnar eru ljúfar.

Vona að Samherji haldi þér nú góða veislu þarna þar sem þú ert staddur út á hafi um borð í Baldvini Þorsteinssyni.

Stóra sys


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband