15.3.2006 | 15:37
Pestarbæli ehf.
Athugið! Athugið! erum með sértilboð á hlaupabólu og inflúensu bara í dag og kannski á morgun. Komið og gerið góðan díl.
Er ekki eins gott að reyna að græða á þessu fyrst þetta er hér á annað borð?
Í morgun var Íris komin með flensuna ógurlegu sem er að lama grunnskólana hér fyrir vestan. Stelpurassinn nýskriðin upp úr hlaupabólunni og ekkert sérlega ánægð yfir þessu öllu saman.
Strákpjakkurinn gerir ekkert annað en að klóra sér og umla með öfundartón "Íjið búin bóla". Hann er einstaklega bólóttur í andliti og það vantar eiginlega bara að hann fari í mútur og stækki smá og þá væri hann fyrsta flokks gelgja.
Unglingurinn liggur afvelta og stynur, hún er hér um bil raddlaus og ég verð að segja eins og er að það er fínt að vera laus við nöldurtóninn í smá stund.
Öll 3 liggja þau svo á dýnum sem ég er búin að teppaleggja stofuna með og horfa á teiknimyndina Ísöld.
En ekki er þó með öllu illt svo sjaldan boði ágætis gott. Flensan hætti við að leggja mig. Hún hefur væntnalega vorkennt mér með alla þessa veiku grísi og ákveðið að gefa mér bara smá hausverk og pínu beinverki sem nú eru farnir. Ég stend í innilegri þakkaskuld við Fröken Inflúensu og vona svo sannarlega að hún sé ekki að plotta eitthvað miður misjafnt og eins og t.d. að koma tvíelfd til baka um leið og grísirnir eru orðnir hressir.
En jæja, það þýðir víst ekki að hanga hér í tölvunni. Það eru nebbar til að snýta, og stinga þarf hitamælum á viðeigandi staði, ásamt því að reyna að bera hlaupabóluáburð á dengsa.
Yfir og út
Ég
Er ekki eins gott að reyna að græða á þessu fyrst þetta er hér á annað borð?
Í morgun var Íris komin með flensuna ógurlegu sem er að lama grunnskólana hér fyrir vestan. Stelpurassinn nýskriðin upp úr hlaupabólunni og ekkert sérlega ánægð yfir þessu öllu saman.
Strákpjakkurinn gerir ekkert annað en að klóra sér og umla með öfundartón "Íjið búin bóla". Hann er einstaklega bólóttur í andliti og það vantar eiginlega bara að hann fari í mútur og stækki smá og þá væri hann fyrsta flokks gelgja.
Unglingurinn liggur afvelta og stynur, hún er hér um bil raddlaus og ég verð að segja eins og er að það er fínt að vera laus við nöldurtóninn í smá stund.
Öll 3 liggja þau svo á dýnum sem ég er búin að teppaleggja stofuna með og horfa á teiknimyndina Ísöld.
En ekki er þó með öllu illt svo sjaldan boði ágætis gott. Flensan hætti við að leggja mig. Hún hefur væntnalega vorkennt mér með alla þessa veiku grísi og ákveðið að gefa mér bara smá hausverk og pínu beinverki sem nú eru farnir. Ég stend í innilegri þakkaskuld við Fröken Inflúensu og vona svo sannarlega að hún sé ekki að plotta eitthvað miður misjafnt og eins og t.d. að koma tvíelfd til baka um leið og grísirnir eru orðnir hressir.
En jæja, það þýðir víst ekki að hanga hér í tölvunni. Það eru nebbar til að snýta, og stinga þarf hitamælum á viðeigandi staði, ásamt því að reyna að bera hlaupabóluáburð á dengsa.
Yfir og út
Ég
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning