9.6.2006 | 17:28
Út að borða
Á sunnudaginn er sjómannadagurinn. Og af því að ég er sambýliskona sjómanns, þá fæ ég ókeypis út að borða ásamt mínum ektamaka og hans skipsfélögum annað kvöld. Að vísu verða allir sem starfa hjá útgerðinni þarna líka. Ég er eiginlega ekki alveg klár á því afhverju maður er að fara þetta ár eftir ár eftir ár.
Kvöldið er yfirleitt á þennan veg...
Skipsáhöfn mætir til skipstjóra í léttar veitingar og söngvatn (sem er bara gaman). Eftir 2 tíma eða svo er haldið niður á hótel þar sem áhafnir annarra skipa eru að mæta, ásamt útgerðastjórum og öðrum flottum köllum. Flestir eru farnir að verða pínu slompaðir þegar hér er komið við sögu.
Forréttur er borin fram og auðvitað klárast brauðið með súpunni á hraða ljósins. Einhverjir láta í ljós ánægu sína en yfirleitt eru nöldurraddir aðeins hærri. Svo er hinn hefðbundni súpukjétsbiti borinn fram sem aðalréttur með kartöflu og einhverskonar grænmeti. Það klikkar ekki að ég fæ yfirleitt feitasta bitann og ég hata bragðið af lambafitu.
Hinn árlegi nöldurkór magnast og ekki að ástæðulausu. Fjöldaeldaður súpukjetsbiti er yfirleitt ekki góður. Loks er eftirrétturinn borinn fram en þá eru margir orðnir það fullir að þeir eru löngu farnir frá borðum og eru að kjafta frammi þar sem má reykja og eftirrétturinn því ekki étinn. Það er reyndar mjög hentugt fyrir sársvöngu mig, því ekki varð ég södd af súpukjétinu því 75% af því var fita.
Engin skemmtiatriði eru í boði og engar langar ræður (thank god). Hinsvegar er töluverður skiparígur en sem betur fer engin slágsmál fyrr en miklu miklu síðar og þá oftast á balli og ekki vegna skiparígs.
Gavöð hvað ég hlakka til að fara í siglingu klukkna 10 í fyrramálið ;o)
Kvöldið er yfirleitt á þennan veg...
Skipsáhöfn mætir til skipstjóra í léttar veitingar og söngvatn (sem er bara gaman). Eftir 2 tíma eða svo er haldið niður á hótel þar sem áhafnir annarra skipa eru að mæta, ásamt útgerðastjórum og öðrum flottum köllum. Flestir eru farnir að verða pínu slompaðir þegar hér er komið við sögu.
Forréttur er borin fram og auðvitað klárast brauðið með súpunni á hraða ljósins. Einhverjir láta í ljós ánægu sína en yfirleitt eru nöldurraddir aðeins hærri. Svo er hinn hefðbundni súpukjétsbiti borinn fram sem aðalréttur með kartöflu og einhverskonar grænmeti. Það klikkar ekki að ég fæ yfirleitt feitasta bitann og ég hata bragðið af lambafitu.
Hinn árlegi nöldurkór magnast og ekki að ástæðulausu. Fjöldaeldaður súpukjetsbiti er yfirleitt ekki góður. Loks er eftirrétturinn borinn fram en þá eru margir orðnir það fullir að þeir eru löngu farnir frá borðum og eru að kjafta frammi þar sem má reykja og eftirrétturinn því ekki étinn. Það er reyndar mjög hentugt fyrir sársvöngu mig, því ekki varð ég södd af súpukjétinu því 75% af því var fita.
Engin skemmtiatriði eru í boði og engar langar ræður (thank god). Hinsvegar er töluverður skiparígur en sem betur fer engin slágsmál fyrr en miklu miklu síðar og þá oftast á balli og ekki vegna skiparígs.
Gavöð hvað ég hlakka til að fara í siglingu klukkna 10 í fyrramálið ;o)
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning