1.4.2006 | 11:09
1. apríl
Hvað er eitt af því sem unglingar elska að gera og þá sérstaklega kvenkyns unglingar?
Nú auðvitað að tala í símann!
Andrea fór ekki að sofa fyrr en í kringum hálftvö í nótt og því fannst mér tilvalið að gabba hana hressilega.
Húsið okkar er á 2 hæðum og herbergið hennar er á neðri hæðinni. Klukkan 10:00 góla ég hátt og snjallt af efri hæðinni "AAAAAAAAANDREEEEEEEEEEEEEAAA ÞAÐ ER SÍÍÍÍMIIIIINNNNNNN" ég heyrði þrusk og svo brunar barnið út úr herberginu sínu, inn holið, upp stigann og opnar hliðið sem hindrar örverpið frá því að valsa niður stigann eftir hentisemi. Hún stekkur andstutt og með tryllingsglampa í augum, vafin inn í sængina sína og spyr "hvar, hver er þetta? hvar er síminn?" aðeins til að heyra móður sína segja með glott á vör "1. APRÍL!".
Ef augnaráð gæti drepið þá væri ég dauð. Hún tuldraði eitthvað sem ég náði ekki alveg að greina en ég skildi þó að hún hyggst leita hefnda.
Nú auðvitað að tala í símann!
Andrea fór ekki að sofa fyrr en í kringum hálftvö í nótt og því fannst mér tilvalið að gabba hana hressilega.
Húsið okkar er á 2 hæðum og herbergið hennar er á neðri hæðinni. Klukkan 10:00 góla ég hátt og snjallt af efri hæðinni "AAAAAAAAANDREEEEEEEEEEEEEAAA ÞAÐ ER SÍÍÍÍMIIIIINNNNNNN" ég heyrði þrusk og svo brunar barnið út úr herberginu sínu, inn holið, upp stigann og opnar hliðið sem hindrar örverpið frá því að valsa niður stigann eftir hentisemi. Hún stekkur andstutt og með tryllingsglampa í augum, vafin inn í sængina sína og spyr "hvar, hver er þetta? hvar er síminn?" aðeins til að heyra móður sína segja með glott á vör "1. APRÍL!".
Ef augnaráð gæti drepið þá væri ég dauð. Hún tuldraði eitthvað sem ég náði ekki alveg að greina en ég skildi þó að hún hyggst leita hefnda.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning