Að vera kona getur verið pína

Eitt af því ömurlegasta sem ég veit um er að fara í kjallaraskoðun. Mér finnst þetta allt jafn ferlega óþægilegt. Hinsvegar toppar það alveg óþægindin ef maður fer í kjallaraskoðun með vindverki. Ég á það til að fá smá í magann þegar ég verð pínu nervös.
Að hanga upp á bekk með fætur í ístöðum er ekki mjög notalegt þegar maður er að reyna að rembast við að prumpa ekki. Hlýtur líka að vera frekar óþægilegt fyrir kvennsa að sjá mann endalaust blikkandi með því óæðra og ekki vita hvort að ég muni vinna bardagann við gasið og halda því innandyra eða þá að hann muni fá á sig norðan 25 m/s með tilheyrandi skemmtileg heitum.
Ég er sem sagt á leið í krabbameinskoðun á morgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband