Að tjalda til einnar nætur

Vinkonu minni varð litið út um eldhúsgluggann sinn í hádeginu í dag. Út í garðinum hennar lá maður með eitthvað bákn yfir höfðinu. Og þar sem vinkona mín er góðhjörtuð kona þá ákvað hún að athuga hvort að maðurinn væri lífs eða liðinn.
Hún nálgaðist hann ofurvarlega og kallaði "Halló, ertu nokkuð dauður?"
Engin hreyfing svo að hún ýti við honum með tánnum og kallaði ívið hærra "Halló! Ertu nokkuð dauður?!?"
Mannræfillinn haggaðist ekki. Vinkona mín ákvað að lyfta bákninu af höfði mannsins og uppgötvaði að báknið var var hluti af innihurð. Hún kallaði "Góðan daginn! Nú er klukkan orðin 12 og djammið búið"
Maðurinn sem til allrar guðslukku var bara brennivínsdauður, leit í kringum sig ruglaður á svip. Hann skrönglaðist á lappir og rúllaði sér á ókunnan áfangastað, vel við skál og sagði aldrei eitt orð við góðhjörtuðu vinkonu mína.
Sú spurning er mér efst í huga. Hver fer inn í garð hjá fólki í skjóli nætur með innihurð undir hendinni, legst niður á bakið á grýtta þúfu, setur hurðina yfir andlitið á sér og fer að sofa????????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband