20. mars 2006

Í dag vaknaði ég og fékk mér morgunmat og skipti á barni og klæddi mig og klæddi barn og hringdi í mömmu og svo palla bróður og svo fór ég á netið og svo hringdi Júlli og svo hringdi Gerður og svo var ég að stússast og svo fór ég í ræktina og svo fór ég í Samkaup að kaupa stöff og svo kom ég heim og svo eldaði ég matinn og svo fór ég að læra og svo horfði ég á sörvævör og svo fór ég aftur að læra og svo settist ég fyrir framan tölvuna og spjallaði við Gerði á msn og svo er ég núna að fara að sofa.
Góða nótt.

Tippi!

Já ég sagði tippi! Og afhverju sagði ég tippi? Nú það er saga á bak við það sem ég ætla að deila með ykkur.
Skellti mér í bað áðan með örverpinum. Höfðum það voðalega notalegt með háum fjöllum af froðu og tilheyrnadi skvampi og buslugangi. Þegar leið á baðtímann minnkaði froðan eins og vill gerast. Litli maðurinn var upptekinn af því að fylla tóman sjampóbrúsa af vatni og sprauta úr honum, og þá helst út á gólf. Allt í einu rekur hann augun í geirvörturnar mínar og gólar "TIPPI". Ég fræði nú barnið um það að þetta heiti brjóst en neibb hann var harður á því að þetta væri tippi og ekkert annað. Eftir því sem ég sagði oftar "nei mamma ekki með tippi, mamma með brjóóóst" þá móðgaðist strákurinn meira og meira og var farinn að hækka róminn með móðgunartón í röddinni. En það hafðist að lokum að sannfæra drenginn um það, að bara hann og pabbi væri með tippi en ekki mamma. En nú vill hann endilega meina að hann sé með brjóst þar sem litli spottinn hans er.
Og þar hafið þið það.

Renglur

Ég hef fundið þráðinn!

Fermingarundirbúningur kominn í gang

Jább þá er runnið upp árið sem elsta afkvæmið mun fermast. Reyndar ekki fyrr en í júní, en maður er aldrei of snemma í því að byrja að undirbúa herlegheitin. Mér finnst samt með eindæmum asnalegt að ég eigi 14 ára gamalt krakkarassgat því að ég var bara sjálf 14 ára í gær.
Tilvonandi fermingarbarn hefur miklar áhyggjur af því að ég muni ekki standa mig í stykkinu og hún fái bara einhverja prumpveislu með vondum veitingum. Hún hamrar líka sífellt á því að ALLIR séu búnir að kaupa fermingarfötin sín og setur upp fýlusvip þegar ég bendi henni á að hún fermist ekki fyrr en 4. júní svo að það liggur ekkert svo á að rjúka út í búð að versla.
Æj já það er erfitt að vera 14 ára og vita allt betur en allir aðrir en samt er ekkert farið eftir ráðum manns.

Túrílú mamman


Pestarbæli ehf.

Athugið! Athugið! erum með sértilboð á hlaupabólu og inflúensu bara í dag og kannski á morgun. Komið og gerið góðan díl.
Er ekki eins gott að reyna að græða á þessu fyrst þetta er hér á annað borð?
Í morgun var Íris komin með flensuna ógurlegu sem er að lama grunnskólana hér fyrir vestan. Stelpurassinn nýskriðin upp úr hlaupabólunni og ekkert sérlega ánægð yfir þessu öllu saman.
Strákpjakkurinn gerir ekkert annað en að klóra sér og umla með öfundartón "Íjið búin bóla". Hann er einstaklega bólóttur í andliti og það vantar eiginlega bara að hann fari í mútur og stækki smá og þá væri hann fyrsta flokks gelgja.
Unglingurinn liggur afvelta og stynur, hún er hér um bil raddlaus og ég verð að segja eins og er að það er fínt að vera laus við nöldurtóninn í smá stund.
Öll 3 liggja þau svo á dýnum sem ég er búin að teppaleggja stofuna með og horfa á teiknimyndina Ísöld.
En ekki er þó með öllu illt svo sjaldan boði ágætis gott. Flensan hætti við að leggja mig. Hún hefur væntnalega vorkennt mér með alla þessa veiku grísi og ákveðið að gefa mér bara smá hausverk og pínu beinverki sem nú eru farnir. Ég stend í innilegri þakkaskuld við Fröken Inflúensu og vona svo sannarlega að hún sé ekki að plotta eitthvað miður misjafnt og eins og t.d. að koma tvíelfd til baka um leið og grísirnir eru orðnir hressir.
En jæja, það þýðir víst ekki að hanga hér í tölvunni. Það eru nebbar til að snýta, og stinga þarf hitamælum á viðeigandi staði, ásamt því að reyna að bera hlaupabóluáburð á dengsa.
Yfir og út
Ég

Stuð stuð stuð

Flensan er mætt á svæðið öllum til mikillar gleði og til að toppa skemmtilegheitin þá er litli kominn með hlaupabóluna. Veikindastaðan á heimilinu er eins og er 3 fallnir og 3 standandi, þarf af einn á sjó. Blóm, konfekt og get well kort skulu sendast á Mig Pabbadóttur að Pestarbæli 70, Ísafirði.
Vil mikla vorkunn og endilega sparið ekki "æjæj greyið þú".
Hnerr/hóst/snýtikveðjur frá mér og mínum.

Note to self

aldrei að gefa 2 ára pjakki tyggjó aftur!
Keypti þetta fína tyggjó, sérstaklega tannvænt og ætlað börnum í Bónus í dag. Gaf einkasyninum 1/2 stykki og spáði svo ekki meira í því.
Svo lágum við mæðgin upp í sófa og vorum að hafa það afskaplega notalegt. Dengsi er að dúllast í hárinu á mér og svona og öllum líður svaka vel. Allt í einu byrjar örverpið að toga í hárið á mér og góla "dyggó!", ég þreyfa á hárinu og finn þar þessa pínulitlu tyggjóslummu svo vel klístraða inn í hárið á mér, að það verður að teljast sérstakur hæfileiki hjá barninu að hafa tekist þetta.
Og hér er ég 33 ára gömul með tyggjó fast í hárinu í fyrsta sinn frá því að ég var 6 ára. Og hér er 2 ára strumpur mjög svo sár yfir því að "dyggó" sé glatað og verði ekki tuggið aftur.

Bið eftir bólu

Örverpið er ekki ennþá farið að spretta út í hlaupabólum eins og systir sín. Ég verð mjög hissa ef hann veikist ekki því hann bókstaflega lá á systur sinni og sleikti hana þegar hún var sem veikust. Honum fannst Íris óhemju girnileg og notaði hvert tækifæri sem gafst að kroppa í bólu og setja smá hrúður upp í sig. Auðvitað fannst Írisi það ekkert notalegt og öskraði eins og stunginn grís í hvert sinn sem strákrassgatið fékk sér smakk. Hallast samt að því að öskrin hafi verið það sem hann var að sækjast eftir, krakkinn er illa haldinn af hrekkjusvínaveiki sem mun eflaust vara ævilangt.

Adiós


Ég...

er að borða ís. Ekkert smá sem mér gengur vel að borða bara hollt :-Þ Þetta er allt saman Róshildi frænku að kenna og ég ber enga ábyrgð á þessu.

Bloggræpa er smitandi

En það er bara af því að það er svo gaman að blogga á 123.is ;o)
Og líka til að láta ykkur vita að ég hef fundið ráð við fuglaflensunni

Ef þetta virkar ekki þá virkar ekkert!
En annars er ég þessa dagana að reyna að berja mataræðið í fastar skorður. Er gráðug og mikið matargat og um leið og ég sleppi mér í sukk og svínarí, þá þýtur vigtin upp um leið. Planið er að losna við jólaspikið sem ennþá situr heimakært á mínum kroppi og eins að tálga 2-4 kg af til viðbótar við það svo ég komist í þessa aðgerð sem ég læt mig dreyma um, í sumar. Ég er orðin frekar þreytt á kengúrupokanum mínum og myndi ekkert gráta hann ef hann myndi hverfa. Þarf bara að berja niður fjandans græðgispúkann og þá er ég í góðum málum.

Eníhúv þá á Finna frænka mín afmæli í dag, til hamingju með það yngismær Guðfinna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband