3.4.2006 | 19:52
Skvíseríum búbónis
Skellti mér inn á www.leyndarmálviktoríu.com og pantaði mér þetta...
Mínus pilsið að vísu.
Ég pantaði líka þessi brjóst, maga og fékk hárið í kaupbætir. Heppna heppna ég. Öllu var þessu þrumað á kreddann hans Júlla, og er væntanlegt í hús eftir mánuð eða svo.
Svo er bara að krossa puttana og vona að herlegheitin passi ;o)
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2006 | 22:10
Að taka bakföll
Núna um klukkan 20:00 í kvöld fengum við mæðgin að fara heim. Strákormurinn er vel dældaður á enninum og skartar þessum fínu marblettum til að undirstrika hversu flott bakfall hann tók. Mikið ótrúlega er seigt í þessum barnahausum. Fyrir utan dældir, marbletti og smá höfuðverk þá virðist ekkert ama að drengum. Hann er meira að segja hressari en vanalega ef eitthvað er.
En mikið hrökk maður nú við fjúfff.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2006 | 11:09
1. apríl
Nú auðvitað að tala í símann!
Andrea fór ekki að sofa fyrr en í kringum hálftvö í nótt og því fannst mér tilvalið að gabba hana hressilega.
Húsið okkar er á 2 hæðum og herbergið hennar er á neðri hæðinni. Klukkan 10:00 góla ég hátt og snjallt af efri hæðinni "AAAAAAAAANDREEEEEEEEEEEEEAAA ÞAÐ ER SÍÍÍÍMIIIIINNNNNNN" ég heyrði þrusk og svo brunar barnið út úr herberginu sínu, inn holið, upp stigann og opnar hliðið sem hindrar örverpið frá því að valsa niður stigann eftir hentisemi. Hún stekkur andstutt og með tryllingsglampa í augum, vafin inn í sængina sína og spyr "hvar, hver er þetta? hvar er síminn?" aðeins til að heyra móður sína segja með glott á vör "1. APRÍL!".
Ef augnaráð gæti drepið þá væri ég dauð. Hún tuldraði eitthvað sem ég náði ekki alveg að greina en ég skildi þó að hún hyggst leita hefnda.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2006 | 12:56
Föstudagurinn 31. mars 2006
Nú líður senn að því að ég og mín fjölskylda yfirgefum kjálkann og höldum suður á bóginn þar sem við munum stíga um borð í Gubbólf á leið okkar til Westman islands. Já ég er sem sagt á leiðinni út í lönd. Alltaf jafn gaman að húka í Gubbólfi í 3 tíma með sjóveika grísi og sjóveika mig. Í þetta sinn ætla ég að leika á kerfið og dópa afkvæmi og sjálfa mig fyrir þessa ferð. Sjóveikistöflur eru blessun.
Góða helgi
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2006 | 17:17
Drusl og slen og drusluslen
Í þessum pikkuðu orðum bíð ég spennt eftir því að ruslamaturinn sem ég var að panta fyrir mig og mína komi hingað heim að dyrum. Þá ætla ég að ráðast með áfergju á beikonborgarann og sökkva tönnunum í hann með sælubrosi. Svo ætla ég að gúffa í mig snakki með ídýfi og horfa á LOST. Og ég nenni sko ekki rass í ræktina í dag. Í dag er sem sagt "mérersvogjörsamlegaskítsama" dagurinn og það með áherslu.
Á morgun ætla ég að rísa úr rekkju, hrista makkann og sigra heiminn. Jöbb ég er flottust.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2006 | 15:21
Búin!
Annars er gúrkutíð hér. Allt á kafi í snjó og bílnum verður ekki haggað úr stæðinu það sem eftir er af degi.
Later dudes
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2006 | 20:20
Súkkulaði
Það kemur sú stund í lífi hverrar konu að hún verður að gera upp við sig hvort að það sé betra að borða súkkulaði eða fara í dekur á snyrtistofu. Ég er ekki í nokkrum vafa um að súkkulaðið verður oftast ofan á. Ég er ekki frá því að súkkulaðið hafi verið fundið upp af karlmanni í þeim tilgangi að reyna að ná stjórn á hinu göfuga kvenkyni.
Ef það er eitthvað sem virkilega gleður konu þá er það einmitt súkkulaðið. Hver kannast ekki við þá sælu sem fylgir því að setja langþráðan molann upp í sig? Tala nú ekki um ef viðkomandi kona hafi verið búin að ákveða að útiloka súkkulaðið úr lífi sínu. Sú kona er einnig þessi pirraða sem þú sérð víðsvegar í þjóðfélaginu.
Ekki móðgast þó að þú lendir í nöldursamri og geðstirðri konu. Gefðu henni frekar súkkulaði og vittu til, hún mun bráðna eins og smjérlíki í gluggakistu.
Ég er ekki frá því að þessi kona þjáist af alvarlegum súkkulaðiskorti.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2006 | 22:33
Þar hafið þið það.
Your Porn Star Name Is...
Karen Kung-fu Grip
What's Your Porn Star Name?
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2006 | 12:59
Ég held ég sé að fá skalla
Annars er ég að fara að leggjast undir hnífinn í júní. Ekkert að mér svo sem, ætla bara að láta fiffa svolítið fyrir mig. Og nei ég er ekki að fara að fá mér sílikon! En sem sagt megrunartröllið hún ég er komin í gírinn og verð að koma mér niður í ca 62 kg fyrir þann tíma svo að aðgerðin heppnist sem best. Ohhh ég verð svo mikil skvísa!
Later gaters.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2006 | 22:26
Systrakærleikur
Karen er að drepast úr pirringi og vill meina að systir hennar sé að þessu aðeins til að pirra hana.
Ég segi Karen þegar hún kemur með formlega kvörtun, að Íris megi svo sem alveg syngja og þar sem hún er ekki inn í herberginu hennar og þar að auki sé hurðinn lokuð.
Karen er komin með grátstaf í kverkarnar af pirri og öskrar á systur sína um að hætta og það strax, þetta sé með öllu óþolandi.
Íris syngur ofurlágt með hunangsrödd sömu laglínuna, aftur og aftur og aftur.
Karen virkilega á góðri leið með að tapa glórunni öskrar á mig og segist ekki geta þolað þetta, Íris sé sko bara að þessu til að pirra.
Íris syngur áfram og ég get liggur við heyrt glottið þó ég sjái hana ekki.
Karen öskrar "hættu *grenj* þú ert að reyna að pirra mig *gól* ég þoli þetta ekki."
Íris svarar "nei þú ert bara að reyna að hlusta" og heldur áfram að syngja undurblítt.
Karen öskrar í örvæntingu sinni "hættu þessum hávaða ég fæ hausverk!!"
Og Íris svarar með hunangsröddinni sinni sem er óeðlilega blíð og undurförul "Þú hefur nú hærra en ég núna"
Ohhhhhhh þessi litlu systkini eru svo æðisleg. Í svona ca 5 mínútur eftir að þau eru nýfædd og svo byrjar baráttan.
Breytt 5.4.2007 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)